Skólastjórnendur eru þeir sem geta tekið ákvarðanir fyrir hönd skólans. Þeir gegna lykilhlutverki í því að gera listviðburði og listupplifun nemenda sinna að föstum lið í skólastarfinu og þannig að mikilvægum þætti í þroska nemendanna. Listir eru nauðsynlegar í almennu lýðræði vegna þeirra þátta sem þær virkja, s.s gagnrýna hugsun, félagslega þátttöku og opið hugarfar fyrir því sem er öðruvísi. Ef þú ert skólastjóri þá eru hér nokkur ráð sem þú getur nýtt þér:
1. Að skapa gott og jákvætt umhverfi fyrir listum og menningu.
Vertu góð fyrirmynd
- Mundu að hlutverk skólastjórnenda er áhrifamikið og mikilvægt. Það sem þú segir og gerir getur haft mikil áhrif á viðhorf nemenda og þátttöku í listum og menningu.
- Hvettu kennara og starfsfólk til að taka virkan þátt og að mæta á listviðburði. Við erum öll fyrirmyndir!
Mæta á sýningar og sjá um að kynna listamennina þegar möguleiki er á.
- Þegar listviðburðurinn er kynntur þá er hægt að nota tækifærið og útskýra hvers vegna viðburðurinn var valinn inn í skólann og hvers vegna listir eru mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Þetta mun senda góð og mikilvæg skilaboð til nemenda og starfsfólks.
Að hvetja kennara til að ræða við nemendur sína strax í kjölfar listviðburðar, hafa stutta yfirferð og ræða upplifanir þeirra sem vilja tjá sig.
- Það að mæta á listviðburði getur aukið áhuga og þar með þátttöku og samkennd kennara í verkefninu í skólanum.
- Varpaðu fram nokkrum einföldum spurningum til umhugsunar sem munu einnig auðvelda öllum kennurum að takast á við verkefnið.
Hér fyrir neðan eru spurningar sem hægt er að nota.
Hvetja kennara til að nota menningardagbók sem hluta af sinni kennslu.
- Fáðu kennara til að gefa nemendum tækifæri til að ígrunda, og tjá sig fyrir og eftir listviðburð.
Fyrir: Hverjar eru væntingar þínar?
Eftir: Stóðst viðburðurinn væntingar þínar? Hvernig líkaði þér viðburðurinn? - Fáið nemendur til að setja inn ólíkar útfærslur svo sem; að teikna mynd, setja inn mynd, skrifa texta, fer allt eftir aldri nemandanna. Þegar nemendurnir hafa lokið við eina bók fá þeir nýja og fylgja bækurnar þeim í gegnum árin í skólanum. Stafrænar aðferðir eru einnig mögulegar, sérstaklega fyrir eldri nemendur.
Leyfa kennurum úr öllum námsgreinum að sækja listviðburði sem eru í boði.
- Það að mæta á listviðburði getur aukið áhuga og þar með þátttöku og samkennd kennara í verkefninu í skólanum.
- Hafðu í huga kennara í þeim greinum sem sýna ekki strax augljós tengsl við listir og menningu.
2. Leggja áherslu á góð samskipti
Búa til menningardagatal fyrir skólann
- Hægt er að úbúa fyrirfram skipulagða dagskrá menningarviðburða sem sett er upp í dagatal sem er aðgengilegt öllum. Gerðu viðburðina að föstum lið í dagskrá skólaársins.
Deila upplýsingum með starfsfólkinu
- Láttu alla vita með góðum fyrirvara og ef eitthvað þarf að undirbúa fyrirfram
Deila upplýsingum með foreldrum
- Bættu því menningarstarfi sem liggur fyrir inn í árlega starfsáætlun og tilkynntu foreldrum í byrjun skólaársins um þá listviðburði sem nemendur munu sækja það skólaár.
- Deildu myndbandsupptökum ef þær eru til staðar.
3. Ráða starfsmann í hlutverk menningartengils
Ráða starfsmann sem er tilbúinn í starfið og hefur áhuga.
- Menningartengillinn mun sjá um að skipuleggja og samræma þýðingarmikla listviðburði í skólanum. Gakktu úr skugga um það að menningartengillinn hafi nægan tíma til að vinna verkið og hugsanlega að bjóða honum greiðslu fyrir aukna ábyrgð og vinnu.
- Mikilvægt er að veita öllu starfsfólki skólans aðgengi að menningu. Menningartengill getur verið listgreinakennari, námsráðgjafi, almennur kennari, bókasafnsvörður og svo frv.. Ávinningur þess er að þeirra hlutverk er að skapa öruggt skólaumhverfi án félagslegrar aðgreiningar og það að nota listupplifanir getur skapað ný tækifæri til að ná því markmiði.
Setja saman menningar teymi sem samanstendur af stjórnendum, nemendum og kennurum með ólíkan bakgrunn.
- Notaðu hópinn til að gera áætlanir meðfram lista og menningardagskrá skólans. Og þegar mögulegt er, leyfðu þeim að taka þátt í vali á viðburðum fyrir hönd skólans.
- Settu menningartengil í stjórn menningarteymis.
- Lestu frekar um menningartengil hér fyrir neðan.
4. Búið til lista og menningarráð
- Myndaðu hóp nemenda, gerðu þá að teymi og gefðu þeim verkefni við að skipuleggja viðburði. Einnig er hægt að fá menningartengil til að sjá um þetta.
- Dreifðu boðskapnum áfram til annarra skóla í sveitarfélaginu. Útskýrðu verkefnið og hvettu alla til að stofna lista og menningarráð í sínum skóla.
- Hvetjið menningarteymi skólans til að vinna með lista og menningarráði. Að geta byggt á mismunandi reynslu og sjónarmiðum gefur betri útkomu - og svo er samvinnan líka svo skemmtileg.
- Hægt er að lesa meira um lista og menningarráð hér fyrir neðan.