Listveitandi er umsjónaraðili listviðburða sem bókar sýningar og hefur samband við skólann um hagnýt og skipulagsleg atriði. Hann veitir menningartenglinum upplýsingar og stuðning og getur skipulagt námskeið fyrir lista og menningarráð eða útvegað nauðsynlegt námskeiðsefni. Hér eru nokkur ráð til íhugunar:
1. Námskeið fyrir lista og menningarráð
Skipulagning námskeiða fyrir lista og menningarráð
- Haltu heilsdags námskeið fyrir lista og menningarráð og gerðu það að sérstöku tilefni. Leggðu áherslu á að það sé þýðingamikið fyrir krakkana. Blandaðu saman skólum frá sveitarfélögum eða svæðum. Bjóddu upp á góðan mat og eru pizzur yfirleitt vinsælar.
- Skiptu nemendum í hópa og leyfðu þeim að kanna ákveðna þætti, svo sem markaðs og kynningar vinnu eða vinnu í fjölmiðlum. Íhugaðu að stofna þitt eigið fjölmiðlateymi sem getur upplýst nemendur, farðu yfir frammistöðu og taktu viðtöl við flytjendur, kennara og nemendur.
- Notaðu tækifærið til að ræða við menningartenglana og gefðu þeim möguleika á að skiptast á reynslu og hugmyndum.
- Ef það er erfitt að ná til allra er hugmynd að útbúa námskeiðspakka og senda þeim. Sjá dæmi frá Finnlandi hér að neðan.
- Frekari upplýsingar um hvernig á að skipuleggja námskeið fyrir lista og menningarráð má finna hér: Culture Crew starter package
2. Hvetja til tengslamyndunar
Búðu til tengslanet fyrir þá sem þú vinnur náið með
Að hitta samstarfsmenn sem gegna sama hlutverki kemur í veg fyrir einangrun í starfi og gerir fólki kleift að þroskast og vaxa. Það gefur einnig innblástur og orku.
- Haltu reglulega ársfundi þar sem dagskráin getur verið að ræða áskoranir, miðla góðum dæmum/venjum/framleiðslu og miðla upplýsingum frá listveitendum.
Tillögur fyrir þá sem þurfa tengslanet
- Menningartenglar í skólum
- Listveitendur í sveitarfélaginu og/eða um landið allt.
3. Útvega kynningarefni fyrir skólana
Búa til kynningarmyndband af komandi viðburðum
- Fáðu listamenn að senda myndband sem kynnir viðburðinn þeirra. Myndbandið er fyrir kennara og nemendur að horfa á áður en sýning er væntanleg og ætti að gefa hugmynd um hvers þeir geta búist við.
- Búðu til myndband af dagskrá komandi árs sem kennarar geta horft á í upphafi annar eða skólaárs.
Sjá dæmi um kynningarmyndband hér að neðan.
Búa til sniðmát fyrir veggspjöld til að auglýsa komandi viðburði
- Búðu til sniðmát að veggspjaldi fyrir einstaka viðburði sem skólar geta prentað út og fyllt út með dagsetningu, tíma, kennslustundum o.s.frv. Ekki vanmeta áhrif veggspjaldanna, jafnvel þó að stafrænar aðferðir séu algengari.
4. Áhersla á mat, endurgjöf og aðgerðir
Að fá endurgjöf gleymist auðveldlega á annasömum daglegum vinnudegi, en það er áhrifarík leið til að læra og bæta vinnubrögð okkar og gerir okkur kleift að grípa til aðgerða þegar þörf krefur.
- Búðu til og dreifðu stafrænu matsblaði fyrir skólana (markhópur: nemendur). Útskýrðu hvers vegna þeir ættu að fylla út eyðublaðið og hvernig niðurstöðurnar verða notaðar.
- Búðu til og dreifðu stafrænu matsblaði fyrir listamennina. Útskýrðu hvers vegna þeir ættu að fylla út eyðublaðið og hvernig niðurstöðurnar verða notaðar.
Sjá dæmi um matsform hér að neðan.