no,ar,de,en,pl,so,is,fi,mk

Lista og menningarráð

Í lista og menningarráði eru nemendur sem geta aðstoðað við val, undirbúning, framkvæmd og mat á listviðburðum. Það eru mikil verðmæti í lista og menningarráði og þeirra vinna getur skapað farsæla listupplifun í skólanum. Ráðið starfar undir stjórn menningartengils (sem er fullorðinn einstaklingur) í skólanum. Þú getur fundið ítarlegri lýsingu á hlutverki lista og menningarráðs hér að neðan og hér eru nokkrar tillögur sem þú getur skoðað:

1. Hvers vegna ætti skólinn þinn að vera með lista og menningarráð?

Lista og menningarráð gegnir mikilvægu starfi í skólum og getur tekið þátt í ótal viðburðum sem skólinn stendur fyrir. Starfið hentar öllum áhugasömum nemendum, óháð námsárangri. Reyndar segja margir skólar frá því að þeir sjái nemendur sem þeir myndu ekki búast við, blómstra í hlutverkinu og vaxa.  

Meðlimir ráðsins taka þátt í að: 

  • Skipuleggja viðburði.  
  • Vinna saman í teymi eða sjálfstætt.
  • Takast á við áskoranir og fá að skyggnast á bak við tjöldin hjá listafólki.

 

2. Hvar á að byrja?

Velja nemendur sem vilja starfa sem meðlimir lista og menningarráði.
  • Fjöldi meðlima getur verið mismunandi eftir stærð og gerð skóla. 
  • Meðlimir ráðsins geta verið mis lengi við störf, t.d. er hægt að skipta út meðlimum eftir hvern viðburð eða halda lista og menningarráðinu óbreyttu í einhver ár.
    Ávinningur þess að skipta oft um meðlimi í lista og menningarráðinu er að fleiri nemendur öðlast reynslu og eiga þátt í skipulögðu starfi innan skólans. Það er einnig hægt að nota það á virkan hátt til að bæta bekkjarumhverfi (félagslega aðlögun innan bekkjarins)
  • Leggið áherslu á að búa til góða liðsheild
  • Haldið fundi með lista og menningarráðinu fyrir hvern viðburð til að skipuleggja og dreifa verkefnum. 
Passa að lista og menningarráðið sé sýnilegt
  • Útbúið vesti eða boli fyrir meðlimi ráðsins. Þetta undirstrikar hlutverk þeirra, fyllir þau stolti, eykur samkennd meðal þeirra og sjálfsöryggi.  
Allir aðilar sækja námskeið fyrir lista og menningarráð
  • Farið með nemendum á námskeið sem eru í boði fyrir lista og menningarráð. 
  • Ef ekkert námskeið býðst er hægt að útbúa slíkt innan skólans. 
    Lesið ábendingar frá Finnlandi hér að neðan. 
  • Kennið meðlimum nýja tækni og aðferðir eins og að tala í hljóðnema, skrifa pistla, góða framsögn og framkomu. 
Viðurkenna og verðlauna lista og menningarráð
  • Færið nemendum undirritað viðurkenningarskjal að loknu starfi þeirra í ráðinu. Skólastjóri og menningartengill skrifa undir. 
  • Hrósið nemendum og verðlaunið þá með einhverju sérstöku, t.d. köku eða hádegismat. 
  • Einnig hægt að bjóða lista og menningarráðinu á aðra menningarviðburði. Það eykur samkennd og bætir liðsanda, eykur þekkingu og er hvetjandi þáttur í starfinu.  

 

3. Hagnýt verkefni fyrir lista og menningarráð: Fyrir, á meðan og eftir sýningu.

Skipuleggja og meta með menningartenglinum
  • Haldið fund með menningartenglinum fyrir viðburð til að skipuleggja og deila verkefnum. 
  • Haldið fund með menningartenglinum eftir viðburð til að leggja mat á eigin frammistöðu og skoða niðurstöður úr mati á viðburðinum. Ræðið hvað gekk vel og hvað hægt sé að bæta? 
Upplýsa kennara og nemendur
  • Upplýsið nemendur um komandi sýningar með því að heimsækja bekki. Nemendur ná oft betur til samnemenda og því getur þetta verið farsæl leið til að ná betur til þeirra. Þetta getur líka átt við um kennara. 
Hafið samband við listamenn
  • (Þetta á við ef ráðið er skipað nemendum unglingadeildar) Lista og menningarráðið hefur samband við listafólkið til að athuga hvort allt sé í lagi (í síma ef hægt er). Fáið staðfestingu á umsömdum tónleikatíma til dæmis, að rými mæti þörfum listafólks og séu eins og óskað er eftir (myrkvunarkröfur td.). Látið menningartengil vita ef einhver vandamál koma upp. 
Útbúa veggspjöld
  • Útbúið veggspjöld fyrir dagskrá ársins og/eða einstaka sýningar. Listaveitandi gæti hafa útvegað sniðmát sem hægt er að nota.  
    Sjá dæmi frá Noregi hér að neðan. 
Kynna viðburði
  • Kynnið listafólkið fyrir viðburðinn en gangið fyrst úr skugga um það að þau séu sátt við það. 
Stofna fjölmiðla teymi
  • Skrifið greinar, takið myndir af viðburðinum, takið viðtöl við listafólkið eða takið viðtöl við aðra nemendur um reynslu þeirra. Af hverju ekki að víkka út og spyrja nemendur og kennara um menningarstarfsemi þeirra innan og utan skólans? 
Ganga úr skugga um að lista og menningarráðið fái næg verkefni
  • Gerið starf þeirra mikilvægt og leyfið þeim að skara fram úr í því sem þau eru að gera.

Published: 29.01.2024 Updated: 12.03.2024 kl.12:23