no,ar,de,en,pl,so,is,fi,mk

Kennari

Kennarinn er sá sem er í beinu sambandi við nemendur og þess vegna gegnir hann einnig mikilvægu hlutverki í að gera listupplifun þýðingarmeiri fyrir nemendur í sínum skóla. Jafnvel lítil viðleitni getur skipt sköpum og hér eru nokkrar tillögur sem þú getur prófað:

1. Deila upplýsingum


Spjalla og vera hvetjandi við nemendur þína
  • Deildu upplýsingum um komandi listviðburði með nemendum þínum. Hugsaðu um hvatningu og innblástur. 
  • Sittu hjá nemendum þínum á viðburðinum og njóttu með þeim. 
Bæta viðburðum við á vikuskipulagið
  • Bættu viðburðum inn í vikuskipulag bekkjarins svo að foreldrar sjái. Deildu tengli fyrir frekari upplýsingar eða myndbandi ef það er til staðar. 
Samskipti við foreldra
  • Bættu listviðburðum við skipulag vetrarins og upplýstu foreldra í upphafi skólaársins um þá viðburði sem nemendur munu sækja á árinu. 
Vera með í menningarteymi skólans sem mun vinna með lista og menningarráði
  • Ef skólinn þinn er með menningarteymi skaltu biðja um að fá að vera með og leggja þitt af mörkum með sérfræðiþekkingu þinni. 
    Menningarteymi samanstendur af stjórnendum, nemendum og kennurum með ólíkan bakgrunn og gerir áætlanir meðfram listgreinakennslu skólans. Þeir taka einnig þátt í vali á sýningum, þegar hægt er.  
  • Sem hluti af menningarteyminu geturðu líka unnið með lista og menningarráði, hópi nemenda sem aðstoða við að skipuleggja viðburði í skólanum. Þegar menningarteymið og lista og menningarráð vinna saman geta þau nýtt mismunandi áherslur til að ná betri árangri – og að gera hlutina saman gerir það líka skemmtilegra. 

 

2. Vera góður leiðbeinandi og fyrirmynd

Sitja hjá nemendum og deila upplifun listviðburðarins
  • Vertu opinn og taktu þátt í upplifuninni með nemendum þegar við á. 
Vera góð fyrirmynd
  • Sýndu áhuga á viðburðinum. 
Leiðbeina nemendum í því að vera góður áhorfandi
  • Ræddu við nemendur um hvað það þýðir að vera góður áhorfandi. Hvaða áhrif hefur hegðun þeirra á aðra nemendur og hvaða áhrif hefur hún á listafólk á sviðinu? 

3. Nota listviðburðinn í kennslu

Spila tónlistina sem verður spiluð á tónleikunum
  • Spilaðu tónlist þeirra tónlistarmanna sem bakgrunnstónlist þegar við á. Þannig verður tónlistin kunnugleg þegar tónleikarnir fara fram.
    • Ræða listviðburðinn fyrirfram og leyfa nemendum að tjá sig á eftir. 
      Áður: Einbeittu þér að hvatningu og innblæstri. 
      Eftir: Leyfðu nemendum að deila tilfinningum sínum en gefðu þeim tíma til að hugleiða fyrst.
    • Einnig er hægt að íhuga að gefa heimaverkefni sem tengist upplifuninni, til dæmis biðja nemendur um að deila sinni hugmynd á viðburðinum og skoðunum sínum á honum. 
Taka stutta yfirferð með nemendum strax í kjölfar listviðburðar
  • Þetta gefur nemendum tækifæri til að ígrunda og deila hugsunum sínum, sem aftur gerir þeim kleift að læra meira af reynslunni. Það gerir listir og menningu að eðlilegum hluta af skólamenningu fyrir kennara í öllum greinum. 
  • Notaðu nokkrar einfaldar spurningar sem hvetja til umhugsunar. 
    Frekari upplýsingar: Debrief questions for students
Ræða þema viðburðarins
  • Reyndu að öðlast dýpri skilning á þemanu með nemendum. 
Æfa tungumálakunnáttu
  • Notaðu listupplifunina til að æfa tungumálakunnáttu nemenda (erlend eða innfædd). Þeir gætu til dæmis sett stutta athugasemd á samfélagsmiðla (Instagram eða annað). 
Skrifa gagnrýni
  • Notaðu list upplifunina til að skrifa gagnrýni í kennslustundum eða sem hluta af prófi. 
Halda menningardagbók

  • Gefðu nemendum möguleika á að ígrunda, melta og tjá sig fyrir og eftir listviðburð. 
    Áður: Hverjar eru væntingar þínar? 
    Eftir á: Hvað var öðruvísi en þú bjóst við? Hvernig fannst þér það? 
  • Fáðu nemendur til að teikna mynd, bæta við mynd eða skrifa texta, allt eftir aldri nemendanna. Þegar þeir hafa lokið við eina bók fá þeir nýja og fylgir hún þeim í gegnum árin í skólanum. Stafrænar aðferðir eru einnig mögulegar, sérstaklega fyrir eldri nemendur. 
Hugleiða menninguna í skólanum með nemendum
  • Ræddu menninguna í skólanum þínum og hvernig gildi, eins og fjölbreytileiki og skóli án aðgreiningar, passa þar inn í. Þú getur notað dæmi nálægt heimilinu, til dæmis er Hulda stærðfræðikennari og hún elskar vísindaskáldsögur. 
Spurningalistar og endurgjöf
  • Spyrðu nemendur um álit þeirra á listviðburðum og vertu viss um að þeir fylli út matseyðublöð sem þú hefur fengið þeim. 
  • Leyfðu nemendum að tjá tilfinningar og skoðanir sínar á listviðburðum á sameiginlegum svæðum. Þetta gerir nemendum kleift að ígrunda og tjá sig eftir að hafa upplifað listviðburð eða aðra menningarstarfsemi.

Published: 29.01.2024 Updated: 12.03.2024 kl.11:54